sunnudagur, júlí 30, 2006

Vera & Linus í Reykjavík Mag


Í ágústlok gefur Nýhil út á Íslandi verkið 'Vera & Linus' eftir Jesse Ball og Þórdísi Björnsdóttur. Eilítinn forsmekk að dásemdunum má sjá í umfjöllun og viðtali sem birtist í Reykajvík Mag, hér.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Nýhil í Grapevine - Bezt í heimi!

Nýhilbúðinni auðnaðist á dögunum sá heiður að vera valin í "Bezt í heimi" í hinu öðla tímariti The Reykjavík Grapevine. Þar segir m.a. "Now, the Nýhil group has found a home for their work, taking over a sitting room in the Smekkleysa (Bad Taste) Record Shop and turning it into the poet’s sweetest dream. Perhaps surprising for people who have followed the group’s more gritty tendencies, the poetry shop is basically high end, featuring tome after tome, set into bookshelves and, in one of the salesperson’s own words, “The most expensive display case in the city.”" - Greinina má lesa í heild sinni hér. Þá má geta þess að á næstu vikum munu birtast ljóð eftir þá Nýhilista sem eiga bók í seríunni Norrænar Bókmenntir í Grapevine, og reið Eiríkur Örn Norðdahl á vaðið í síðasta blaði og má finna hans innlegg hér.

Myndin hér að ofan, sem sýnir þrusufólk í banastuði við opnun Nýhilbúðarinnar, var tekin af Helga J. Haukssyni.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Benedikt Hjartarson fjallar um Norrænar bókmenntir

Góðkunni framúrstefnufræðingurinn Benedikt Hjartarson hefur líklega glaðst öðrum mönnum meira yfir úgáfu Norrænna bókmennta, enda ekki á hverjum degi sem að stefnt er fram úr daufþykkum og daunillum samtíma íslensks skáldskapar.
Hann hefur nú tekið sama tvö erindi um seríuna sem flutt voru í Víðskjá og nálgast má hér: 1, 2.