fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hannes uppseld


Fyrsta upplag ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes -Nóttin er blá, mamma, er uppselt hjá útgefenda, en áhugi almennings ábókinni hefur farið fram úr björtustu vonum. Enn eru til einhver eintök í nokkrum bókabúðum, en fjölmargar búðir bíða nú eftir eintökum af bókinni.

Þess má geta í framhaldi að bókin er komin í fyrsta sæti yfir mest seldu ævisögur, handbækur og fræðibækur í Pennanum-Eymundsson og bókabúð Máls og menningar, og í annað sæti yfir mest seldu bækur íöllum flokkum, hársbreidd á eftir Konungsbók eftir Arnald Indriðason.

Von er á öðru upplagi bókarinnar á næstunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi árétting frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands:
„Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands tekur saman lista yfir söluhæstu bækurnar fram að jólum og er listinn birtur vikulega í Morgunblaðinu. Bók Óttars Martin Norðfjörð Hannes: Nóttin er blá, mamma, sem gefin er út af Nýhil, hefur tvær vikur í röð verið á lista yfir söluhæstu bækur í flokki ævisagna og endurminninga. Fjallað er um bókina í Bókatíðindum og hún hefur ISBN-númer. Vakin skal athygli á því að bók þessi er óhefðbundin að því leyti að hún er einungis tvær blaðsíður og því langt frá því að vera sambærileg að umfangi við aðrar ævisögur á listanum yfir söluhæstu bækur.“