miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Hannes í fyrsta sæti!


Þær gleðifréttir hafa borist Nýhil að fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes - Nóttin er blá, mamma, er komið í fyrsta sæti metsölulistans í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar í flokknum handbækur/fræðibækur/ævisögur. Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.11.06 - 28.11.06.

Og það er ekkert lát á gleðifréttunum hjá Nýhil, því á listanum yfir mest seldu bækur í öllum flokkum er bókin komin í annað sæti! Í fyrsta sæti er Konungsbók eftir Arnald Indriðason, fjórðu vikuna í röð, en Hannes sækir fast að honum og tekst jafnvel að steypa henni af stóli í næstu viku ef fram fer sem horfir.

Það verður gaman að sjá hvernig bókinni reiðir af á metsölulistanum sem Morgunblaðið birtir á næstunni.

Engin ummæli: