þriðjudagur, apríl 04, 2006

Vel launuð vinna fyrir sjálfbæra Íslendinga!

Fjöldinn allur af atvinnuauglýsingum hefst á orðunum: „Vilt þú vinna að heiman? Vilt þú vera sjálfstæð(ur) í vinnubrögðum og ráða þínum eigin vinnutíma?“ Nýhil vill gerast svo gróft að spyrja þessara spurninga, og hnýta við þessari: „Vilt þú vinna íslenskri menningu gagn?“

Um er að ræða starf við símasölu á ljóðabókaseríunni Norrænar bókmenntir. Nýhilistar hafa selt áskriftir í gegnum síma með miklum árangri síðan í nóvember og langar okkur að bjóða vinnu við þetta starf. Unnið er þannig að greiddar verða 1.000 krónur fyrir hverja greidda seríu (sem kaupendur greiða 6.750 kr. fyrir). Viðkomandi myndi fá lista hjá Nýhil yfir vænlega kaupendur en má gjarnan líka nota eigin sambönd. Helst viljum við fá einhvern sem þekkir eitthvað til okkar útgáfu og starfsemi. Ef viðkomandi nær viðlíka árangri og Nýhilistar hafa náð við sína sölu má gera ráð fyrir góðum launum.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Viðar Þorsteinsson, útgáfustjóra Nýhil, í síma 695-4280 eða á netfangið vidart@hi.is.

1 ummæli:

Þór Steinarsson sagði...

Ég get ekki betur séð en að sjálfur Tandri Árdal sé þarna með síma í hendi. Hefur hann eitthvað verið að selja fyrir ykkur?

Svana K.